Viðar byrjar vel

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Jiangsu Guoxin-Sainty þegar liðið mætti Shanghai East Asia FC í fyrstu umferð kínversku Súperdeildarinnar í knattspyrnu í morgun.

Shanghai komst í 2-0 á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Viðar minnkaði muninn fyrir Jiangsu á 39. mínútu með góðu marki.

Þetta urðu lokatölur leiksins þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða, meðal annars átti Viðar tvö fín færi í fyrri hálfleik og gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik sem ekki var dæmd.

Fyrri greinFSu tapaði og Höttur fór upp
Næsta greinGuðmundur Kr. útnefndur heiðursfélagi