Vésteinn vann silfur á Opna danska

Keppendur Selfoss á Opna danska meistaramótinu í júdó ásamt Agli Blöndal þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Fimm keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu á Opna danska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Vejle í febrúar.

Alls fóru 22 keppendur frá Íslandi á mótið en Selfyssingarnir fimm voru þeir Vésteinn Bjarnason, Hrafn Arnarsson, Böðvar Arnarsson, Jakub Tomczyk og Breki Bernharðsson. Einnig var Egill Blöndal með sem þjálfari.

Vésteinn náði lengst af Íslendingunum á mótinu en hann vann þrjár glímur og tapaði einni í -60 kg flokki U15 ára og vann silfurverðlaun. Aðrir náðu ekki eins langt en nokkrir unnu ýmist eina til tvær glímur.

Eftir mótið fóru Selfyssingarnir í tveggja daga æfingabúðir til að undirbúa sig fyrir komandi Norðurlandamót, sem haldið verður á Íslandi í apríl.

Fyrri greinBúið að finna húsnæði fyrir sóttkví á nokkrum stöðum á Suðurlandi
Næsta greinÍAV bauð lægst í annan áfanga Suðurlandsvegar