„Verðum að halda áfram“

Robert Sandnes var einn af ljósu punktunum í liði Selfoss í leiknum gegn Breiðablik í kvöld og barðist vel á miðjunni. Hann var skiljanlega ekki sáttur í leikslok eftir 0-2 sigur gestanna.

„Við spiluðum ekki okkar leik og andinn í liðinu var ekki nógu góður,“ sagði Robert við sunnlenska.is eftir leik. „Við þurfum að halda boltanum til að spila eins okkar leik.“

Hann var á því að liðið hefði getað gert betur í leiknum. „Við vissum fyrir leikinn að við þurftum að vinna fyrir þessu en það gekk ekki upp,“ sagði Robert.

Aðspurður um hvort að Selfoss hefði átt að fá víti í leiknum sagðist hann vera á því en tók jafnframt fram að hann hefði ekki séð það nógu vel.

Það var þó engan bilbug að finna á þessum tvítuga norsara. „Við verðum að halda áfram og einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Robert.

Fyrri greinÖlfusárvirkjun óraunhæf og skilar ekki arði
Næsta greinSanngjarn sigur Blika