Vel heppnuð uppskeruhátíð yngri flokka

Verðlaunahafar í barnaflokki. Ljósmynd/Sleipnir

Uppskeruhátíð yngri flokka hjá Hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi fór fram síðastliðinn fimmtudag í félagsheimilinu Hliðskjálf.

Hátíðin heppnaðist vel í alla staði en boðið var upp á mat og ýmsa leiki og var þátttakan góð.

Knapi ársins 2025 í barnaflokki var Svala Björk Hlynsdóttir en auk hennar voru tilnefndar þær Gabríela Máney Gunnarsdóttir, Kamilla Nótt Jónsdóttir og Sigrún Freyja Einarsdóttir.

Í unglingaflokki var knapi ársins Elsa Kristín Grétarsdóttir en auk hennar voru tilnefnd þau Loftur Breki Hauksson, Vigdís Anna Hjaltadóttir og Viktor Óli Helgason.

Fleiri viðurkenningar voru veittar á uppskeruhátíðinni. Pollarnir fengu sérstakar viðurkenningar, knapar sem kepptu á Íslandsmeistaramótinu fengu viðurkenningar sem og knapar sem luku Knapamerki 1.

Verðlaunahafar í unglingaflokki. Ljósmynd/Sleipnir
Pollarnir fengu sérstakar viðurkenningar. Ljósmynd/Sleipnir
Fyrri greinSöngur, kakó og kósýheit
Næsta greinVallaskóli sigraði annað árið í röð