Vel heppnuð afmælishátíð í Úthlíð

Golfklúbburinn Úthlíð hélt upp á 20 ára afmæli sitt um síðustu helgi og af því tilefni var haldin stórglæsileg golfhátíð í Úthlíð Biskupstungum.

Metþátttaka var á afmælismótið sem var 18 holu Texas Scramble. Í framhaldi af því var mikil afmælisveisla og verðlaunaafhending í Réttinni, öðru af tveimur glæsilegum klúbbhúsum félagsins.

Þar var farið yfir sögu klúbbsins í máli og myndum og einnig var nokkrum heiðursmönnum veittar viðurkenningar fyrir störf sín fyrir félagið. Þeir sem fengu heiðurfélagaviðurkenningu voru Björn Sigurðsson, Hjörtur Fr. Vigfússon og Rúnar Árnason en allir eru þeir stofnfélagar og hafa verið virkir í starfi klúbbsins í þessi 20 ár.

Af sama tilefni fékk Björn Sigurðusson Gullmerki GSÍ fyrir störf sín og var það forseti Golfsambands Íslands, Jón Ásgeir Eyjólfsson, sem veitti þá viðurkenningu.

Í framhaldi af velheppnaðri veislu var dansleikur fram undir morgunn og má því segja að þetta hafi verið sólarhrings afmælishátið enda ekki við öðru að búast af þeim Úthlíðarbændum.

Frá þessu er greint á vefnum golf.is
Fyrri greinHátt í 2.000 manns á bryggjunni
Næsta greinEinn á slysadeild eftir harðan árekstur