Vel heppnuð brokk og skokk-keppni

Hestamannafélagið Smári og Ungmennafélög Hrunamanna, Skeiða- og Gnúpverja, stóð fyrir brokk og skokk keppni við Skaftholtsréttir í sumar en þetta er í fyrsta sinn sem keppni sem þessi er haldin á Íslandi.

Fjölmargir tóku þátt í keppninni sem er liðakeppni tveggja knapa og eins hests. Markmiðið er að komast í mark á sem skemmstum tíma. Knaparnir verða að skiptast á að hlaupa og vera á hestbaki.

Keppt var í tveimur vegalengdum. Annarsvegar fjölskylduhringur, u.þ.b. 2,8 km. Þar var leyfilegt að teyma undir ungum börnum allan hringinn.

Hins vegar var farinn íþróttahringur, u.þ.b. 6 km. Þar var skylt að skipta að minnsta kosti fjórum sinnum um knapa á leiðinni.

Brokk og skokk nefndin vill þakka öllum þeim þeim sem studdu keppnina með aðstoð og framlögum. Sérstakar þakkir fá Vinir Skaftholtsrétta, Landstólpi, Verslunin Árborg, Sláturfélag Suðurlands, MS Selfossi, Samfélagssjóður Landsvirkjunar og Björgunarsveitin Sigurgeir.

Keppnin verður haldin að ári, á Jónsmessuhelginni 2014.

Myndir frá keppninni má sjá á smari.is.

Fyrri greinTafir á umferð vegna fjárrekstra
Næsta greinSkoðuðu aðstæður á áhrifasvæði Leirár