Vel heppnaður bóndagur

Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss stóð fyrir bóndegi handboltans í bónstöðinni Bónfeðgum um síðustu helgi.

Þar bónuðu leikmenn bíla í fjáröflunarskyni og að sögn Gylfa Más Ágústssonar, formanns handknattleiksdeildarinnar, gekk dagurinn mjög vel. Um tuttugu bílar voru bónaðir. Að sögn Gylfa verður leikurinn örugglega endurtekinn enda mikil ánægja með framtakið hjá viðskiptavinunum.

bondagur_2handboltans280112_295499099.jpg
Gísli Felix Bjarnason var ánægður með þjónustuna. Ljósmynd/umfs.is

Fyrri greinGuðmundur Kr. og Hrafnhildur sæmd heiðurskrossi ÍSÍ
Næsta greinOpnunartími sundhallarinnar lengist