Vel heppnað námskeið hjá Dagnýju

Um síðustu helgi lauk knattspyrnunámskeiði sem landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hélt fyrir krakka á Hellu.

Námskeiðið var vel hepnnað en kennt var í tveimur hópum fyrir krakka á aldrinum 10-11 ára og 8-9 ára.

Það voru ánægðir og stoltir krakkar sem stilltu sér upp á mynd með Dagnýju á góðri stund eftir námskeiðið en hún er nú farin til Svíþjóðar þar sem hún keppir með A-landsliði Íslands á Evrópumótinu sem hefst á morgun.

Fyrri greinHulda fékk styrk úr minningarsjóði Jacquillat
Næsta greinEldur í vöruskemmu hjá MS