Veglegur styrkur til kvennaliðsins

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á síðasta fundi sínum að veita kvennaliði Hamars í körfubolta hálfa milljón króna í tilefni af því að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum.

Með upphæðinni fylgdu hamingjuóskir frá bæjarstjórn með von um að upphæðin komi sér vel við undirbúning næsta keppnistímabils.

Fyrri greinTíu dagar í fyrsta heimaleik
Næsta greinGuðmundur Freyr ráðinn skólastjóri