Vé­steinn kjör­inn þjálf­ari árs­ins

Þórir og Vésteinn hittast reglulega á Ólympíuleikunum. Ljósmynd/sunnlenska.is

Selfyssingurinn Vé­steinn Haf­steins­son var í gær­kvöldi kjör­inn frjálsíþróttaþjálf­ari árs­ins í Svíþjóð á ár­inu 2017, en þetta var til­kynnt á upp­skeru­hátíð frjálsíþrótta­fólks, Frii­drotts­gal­an.

mbl.is greinir frá þessu.

Vé­steinn þjálf­ar kringlukast­ar­ann Daniel Ståhl sem hreppti silf­ur­verðlaun­in í grein­inni á heims­meist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um á þessu ári.

„Ég er mjög þakk­lát­ur og stolt­ur,“ sagði Vé­steinn eft­ir kjörið, en viðtal við hann á sænsku má finna HÉR.

Vé­steinn er einnig til­nefnd­ur í kjöri þjálf­ara árs­ins í sænsk­um íþrótt­um í heild sinni árið 2017.

Fyrri greinUnnur Dóra framlengir við Selfoss
Næsta greinEldvarnaátakið opnað í Sunnulækjarskóla