Vandræðalaust hjá Þórsurum

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og sendi 9 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Haukum á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 99-76.

Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi 26-9 að loknum 1. leikhluta og staðan var orðin 61-33 í hálfleik. Það var lítil von fyrir Hauka að koma til baka eftir þetta, enda voru Þórsarar áfram í bílstjórasætinu þegar leið á seinni hálfleikinn og sigurinn öruggur þegar upp var staðið.

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur Þórsara með 22 stig, Nikolas Tomsick skoraði 19 stig, Kinu Rochford 17 og tók 14 fráköst að auki og Jaka Brodnik skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. 

Þórsarar eru – og verða líklega – í 6. sæti deildarinnar með 24 stig þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir mótherjar liðsins í úrslitakeppninni en það skýrist ekki fyrr en að lokinni lokaumferðinni á fimmtudag. Þá heimsækja Þórsarar Val að Hlíðarenda.

Fyrri greinÆgir og Kría skildu jöfn
Næsta greinSnæfríður Sól vann tvöfalt í Danmörku