Van Achteren aftur á Selfoss

Jason Van Achteren. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss gekk í dag frá samningi við belgíska miðjumanninn Jason Van Actheren. Samningurinn gildir út núverandi keppnistímabilið.

Ljóst er að koma Van Achteren mun styrkja Selfossliðið til muna en hann lék sjö leiki með Selfyssingum í lok síðasta keppnistímabils og stóð sig mjög vel. Selfyssingar hafa leikið tvo leiki í 2. deildinni í sumar, sigrað Kára en tapað gegn Njarðvík á heimavelli í síðustu umferð.

Af öðrum leikmannafréttum hjá karlaliði Selfoss ber hæst að framherjinn Ingi Rafn Ingibergsson hefur verið lánaður til 4. deildarliðs Árborgar. Selfoss getur kallað Inga til baka í seinni félagsskiptaglugganum í ágúst ef svo ber undir.

Fyrri greinFlamenco tónleikar á Selfossi
Næsta greinStórsigur hjá KFR – Hamar og ÍBU töpuðu