Valur stýrði ferðinni á Hlíðarenda

Jada Guinn var stigahæst í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór heimsótti Val að Hlíðarenda í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur reyndust sterkari og sigruðu 98-67.

Leikurinn var í járnum í 1. leikhluta en í 2. leikhluta tóku Valskonur af skarið og leiddu í hálfleik 49-34. Munurinn jókst svo jafnt og þétt í seinni hálfleik og áttu þær sunnlensku ekkert svar við góðum leik Vals.

Jada Guinn var framlagshæst hjá Hamri/Þór með 28 stig og 5 fráköst.

Hamar/Þór er áfram á botni deildarinnar með 2 stig en Valur er í 3. sæti með 16 stig.

Valur-Hamar/Þór 98-67 (22-20, 27-14, 19-11, 30-22)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jada Guinn 28/5 fráköst, Mariana Duran 10/12 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 9, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 7/4 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 3, Guðrún Anna Magnúsdóttir 3, Jovana Markovic 3/10 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 2.

Fyrri greinUmhverfisnefnd ML hlaut umhverfisviðurkenningu