Valur sigraði á Ragnarsmótinu

Ljósmynd/Einar Sindri

Valur sigraði á Ragnarsmóti karla í handbolta sem lauk á Selfossi í gær. Valur sigraði íBV 25-21 í úrslitaleiknum.

ÍR sigraði Hauka í leiknum um 3. sætið, 25-23 og Selfyssingar urðu í 5. sæti eftir sigur á Fram, 34-25, þar sem staðan var 17-13 í hálfleik. Hergeir Grímsson og Magnús Øder Einarsson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk.

Í lok móts voru veitt ýmis verðlaun. Einar Baldvin Baldvinsson, leikmaður Selfoss, var valinn besti markmaður mótsins, Elliði Snær VIðarsson ÍBV var valinn varnarmaður mótsins og Anton Rúnarsson Val sóknarmaður mótsins. Finnur Ingi Stefánsson Val var markahæstur á mótinu með 22 mörk og hann var sömuleiðis valinn besti leikmaður mótsins.

Kvennamótið hefst á mánudagskvöld
Ragnarsmót kvenna hefst á morgun, mánudag, með tveimur leikjum. Selfoss og Grótta mætast kl. 18:30 og Fylkir og ÍR leika kl. 20:15.

Fyrri greinKFR missti af úrslitakeppninni
Næsta greinEva María með silfur á NM