Valur og ÍBV leika til úrslita

Reynir Freyr Sveinsson stóð sig vel í leiknum í kvöld og skoraði 3 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verða Valur og ÍBV sem leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi á laugardag.

Síðustu leikir riðlakeppninnar voru spilaðir í kvöld. Valur sigraði ÍR 31-22 og ÍBV sigraði Hauka 34-26.

Leikir laugardagsins eru þessir:
Leikur um 5. sæti kl. 10:00 Selfoss – Fram
Leikur um 3. sæti kl. 11:40 ÍR – Haukar
Leikur um 1. sæti kl. 13:15 Valur – ÍBV

Fyrri grein„Dagur til að gleðjast og njóta“
Næsta greinStemningin magnast á Selfossi