Valur of stór biti

Roberta Stropé skoraði 7 mörk í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði stórt í sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í handbolta í vetur en Valskonur komu í heimsókn á Selfoss í dag.

Valur leiddi allan tímann en munurinn var lítill fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá kom góður kafli Vals sem breytti stöðunni úr 6-8 í 8-14 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Munurinn varð mestur tíu mörk í seinni hálfleiknum og ljóst að Valur myndi fara til baka yfir Heiðina með stigin tvö. Lokatölur urðu 18-27.

Roberta Stropus var markahæst Selfyssinga með 11 mörk en hún skoraði 6 síðustu mörk Selfoss í leiknum. Katla María Magnúsdóttir skoraði 4, Rakel Guðjónsdóttir 2 og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.

Cornelia Hermansson varði vel á köflum í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss. Hún klukkaði 11 bolta og þar af tvö vítaköst.

Fyrri greinGul viðvörun: Fyrsta alvöru haustlægðin
Næsta greinHolan of djúp eftir 1. leikhluta