Valur hafði betur í tvíframlengdum leik

Emil Karel Einarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar tóku á móti Valsmönnum í mögnuðum körfuboltaleik í úrvalsdeild karla í kvöld. Eftir tvær framlengingar höfðu Valsmenn 117-119 sigur.

Þórsliðið byrjaði af krafti og leiddi eftir 1. leikhluta, 25-17. Valsmenn svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta en Þór leiddi í hálfleik, 51-44. Þórsarar leiddu allan 3. leikhlutann en um miðjan 4. leikhluta komst Valur yfir, 87-89. Lokakaflinn var æsispennandi en Valur jafnaði 99-99 af vítalínunni þegar 12 sekúndur voru eftir og því var framlengt.

Valur var skrefinu á undan í framlengingunni en Þórsarar jöfnuðu 112-112 þegar tuttugu sekúndur voru eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að stela sigrinum en það tókst ekki og því var aftur framlengt. Þar gekk Þórsurum illa að skora og Valsmenn náðu að knýja fram nauman sigur.

Jakoby Ross var firnagóður í kvöld með 32 stig og 13 stoðsendingar og Emil Karel Einarsson skoraði 20 stig.

Þór er í 11. sæti deildarinnar án stiga en Valur er í 6. sæti með 4 stig.

Þór Þ.-Valur 117-119 (25-17, 26-27, 25-27, 23-28, 13-13, 5-7)
Tölfræði Þórs: Jacoby Ross 32/9 fráköst/13 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 20/4 fráköst, Konstantinos Gontikas 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Lazar Lugic 16/8 fráköst, Rafail Lanaras 15/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Ísak Júlíus Perdue 6, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Pálmi Geir Jónsson 2.

Fyrri greinHöttur leiddi allan tímann
Næsta greinSelfoss og Þór höfðu sætaskipti