Valur hafði betur í framlengingu

Rafail Lanaras var stigahæstur Þórsara með 18 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti Val í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar hafði Valur betur, 80-71.

Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta og Þór var yfir 18-19 eftir tíu mínútna leik. Þór náði sjö stiga forskoti í 1. leikhluta og þeir voru yfir í hálfleik, 30-35.

Valsmenn náðu forystunni með því að skora fyrstu sex stigin í seinni hálfleik og voru skrefinu á undan allt þar til Þórsarar jöfnuðu 63-63 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Liðin hittu illa á lokamínútunum en Valur jafnaði 65-65 þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér framlengingu.

Það gekk ekkert upp hjá Þór í framlengingunni, Valur náði strax níu stiga forskoti og hélt forystunni til leiksloka.

Rafail Lanaras var stigahæstur Þórsara með 18 stig. Lazar Lugic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Djorde Dzeletovic skoraði 13 stig og tók 15 fráköst.

Þórsarar eru aftur komnir í fallsæti, sitja nú í 11. sæti með 8 stig en Valur er í 4. sæti með 20 stig.

Valur-Þór Þ. 80-71 (18-19, 12-16, 23-13, 12-17, 15-6)
Tölfræði Þórs: Rafail Lanaras 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Lazar Lugic 17/12 fráköst, Djordje Dzeletovic 13/15 fráköst, Jacoby Ross 10/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 10, Ísak Júlíus Perdue 3, Emil Karel Einarsson 4 fráköst.

Fyrri greinElsti starfsmaður sveitarfélags á Íslandi er 85 ára
Næsta greinHildur á toppnum hjá lestrarhestum í Árborg