Selfoss heimsótti Val að Hlíðarenda í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Valsmenn reyndust sterkari og sigruðu nokkuð örugglega, 31-25.
Valsmenn höfðu undirtökin og leiddu framan af leiknum en þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jöfnuðu Selfyssingar 13-13 og staðan var 13-14 í hálfleik.
Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik, Selfoss náði tveggja marka forystu en Valur jafnaði fljótlega og þegar tuttugu mínútur voru eftir var staðan 19-19. Þá stigu Valsmenn á gjöfina, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu sjö marka forskoti þegar tíu mínútur voru eftir. Selfyssingar áttu ekki svör á lokakaflanum og Valur vann öruggan sigur.
Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 10/3 mörk, Jason Dagur Þórisson og Anton Breki Hjaltason skoruðu 3 mörk, Tryggvi Sigurberg Traustason og Elvar Elí Hallgrímsson 2 og þeir Valdimar Örn Ingvarsson, Gunnar Kári Bragason, Jónas Karl Gunnlaugsson, Álvaro Mallols og Dagur Rafn Gíslason skoruðu allir 1 mark. Alexander Hrafnkelsson varði 8 skot og var með 27% markvörslu.
Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig en Valsmenn eru í 3. sæti með 6 stig.

