Valsmenn sterkari í Iðu

FSu tapaði 67-89 þegar topplið Vals kom í heimsókn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Selfyssingar fjarlægjast nú úrslitakeppna aftur en baráttan er hörð.

Leikurinn var jafn í upphafi og eftir rúmlega sex mínútna leik leiddi FSu, 17-16. Valur tók þá 6-12 áhlaup og tryggði sér fimm stiga forskot eftir leikhlutann 23-28.

Valur tóku annan góðan sprett um miðjan 2. leikhluta þegar þeir skoruðu tólf stig gegn tveimur stigum FSu og allt í einu var staðan orðin 30-42. FSu minnkaði muninn niður í 38-46 fyrir hálfleik.

Valsmenn voru sterkari það sem eftir lifði leiks og gerðu nánast út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks með 2-15 áhlaupi og eftir það var staðan 42-61. FSu átti engin svör og Valsmenn sigldu sigrinum í örugga höfn.

Matt Brunell var stigahæstur hjá FSu með 23 stig, Svavar Ingi Stefánsson skoraði 13, Karl Ágúst Hannibalsson, Sigurður Orri Hafþórsson 8 og Ari Gylfason 7.

Fyrri greinTelur nýja brú breyta litlu
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum gegn Þrótti