Valsmenn reyndust sterkari

Laugdælir heimsóttu Val í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu 106-86.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Valsmenn skriðu framúr í 2. leikhluta og leiddu 44-35 í leikhléinu.

Valsmenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu 20 stiga forskoti, 69-49, áður en 3. leikhluti var allur. Liðin skoruðu grimmt í síðasta fjórðungnum en Valsmenn höfðu góð tök á leiknum og hleyptu Laugdælum ekki nálægt sér.

Jón H. Baldvinsson var stigahæstur Laugdæla með 19 stig, Pétur Már Sigurðsson skoraði 17, Bjarni Bjarnason 16, Anton Kárason 14 og Sigurður Hafþórsson 12.