Valskonur sterkari á lokakaflanum

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss mætti Val í 1. umferð Ragnarsmóts kvenna í handbolta en mótið hófst í Set-höllinni á Selfossi í kvöld.

Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik en Valur leiddi í leikhléi, 10-14. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði 19-19 en þá settu Valskonur í fluggírinn og kláruðu leikinn með sigri, 23-32.

Harpa Valey Gylfadóttir, Katla María Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu allar 6 mörk fyrir Selfoss, Hulda Hrönn Bragadóttir skoraði 2 og þær Arna Kristín Einarsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark. Cornelia Hermansson varði 4 skot í marki Selfoss.

Í hinum leik kvöldsins sigraði Afturelding Stjörnuna 29-26 en staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Aftureldingu.

Mótið heldur áfram á miðvikudagskvöld og þá mætast Stjarnan og Valur kl. 18 og Selfoss tekur á móti Aftureldingu kl. 20. Frítt er inn á alla leiki Ragnarsmótsins og þeir eru allir sýndir beint á Selfoss TV.

Fyrri greinBlæs til happdrættis til að bjarga Skrúfunni
Næsta greinÁtta marka jafntefli í síðasta heimaleiknum