Vallaskóli í 5. sæti

Vallaskóli á Selfossi varð í 5. sæti og Hvolsskóli á Hvolsvelli í 9. sæti í úrslitum Skólahreysti sem fram fóru í Laugardalshöllinni í kvöld.

Keppnin var jöfn og spennandi og bæði lið sýndu fín tilþrif en meðal annars sigraði Vallaskóli í hraðaþrautinni á frábærum tíma, 2:11 mínútum.

Lið Vallaskóla skipuðu þau Eydís Arna Birgisdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir og Teitur Örn Einarsson.

Í liði Hvolsskóla voru Aron Örn Þrastarson, Birta Rós Hlíðdal, Kristján Páll Árnason og Vigdís Árnadóttir.

Vallaskóli fékk 44 stig í 5. sæti en Hvolsskóli 34,5 í því níunda. Sigurvegarar kvöldsins komu úr Keflavík en það var lið Heiðarskóla sem vann öruggan sigur með 56 stig.