Vallarmetið tvíbætt á Kiðjabergi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á Íslandsmótinu á Kiðjabergsvelli á 68 höggum, eða 3 höggum undir pari, sem er vallarmet.

Birgir fékk sex fugla á hringnum og hefur forystu á mótinu. Annar er Sigurpáll Geir Sveinsson, GK, sem fyrr í dag hafði komið inn á 69 höggum sem þá var bæting á vallarmetinu sem Hlynur Geir Hjartarson setti sl. mánudag. Hlynur lék þá á 72 höggum.

Hlynur Geir lék einnig á 72 höggum í dag og er í 9.-19. sæti.

Síðasta hollið í dag var ræst út klukkan fjögur og ættu síðustu menn því að ljúka leik um klukkan níu í kvöld.

HÉR má sjá stöðuna í karlaflokki.

Fyrri greinBeygði frá kind og valt
Næsta greinLitlar skemmdir í eldsvoða