Vallarmet og hola í höggi

Vallarmetið á golfvellinum í Öndverðarnesi var slegið á dögunum á opnu móti. Haukur Jónsson, Golfklúbbi Borgarness, lék þá á 67 höggum.

Skor Hauks er þremur höggum undir pari og bætti hann fyrra met um eitt högg.

Þá fór Hans Jakob Kristinsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, holu í höggi á 18. braut í sama móti.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk flesta punkta í mótinu og næstur honum kom knattspyrnuáhugamaðurinn Leifur Viðarsson, GOS.