Valgerður kemur sátt heim af HM

Valgerður á heimsmeistaramótinu í Berlín. Ljósmynd/Bogfimisambands Íslands

Valgerður E. Hjaltested frá Hæli í Hreppum keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í bogfimi utandyra í Berlín í Þýskalandi í síðustu viku.

Valgerður, sem keppir fyrir Bogfimifélagið Bogann í Kópavogi, var í liði Íslands sem varð í 35. sæti í liðakeppninni í sveigboga kvenna. Með Valgerði í liðinu voru Astrid Daxböck og Marín Aníta Hilmarsdóttir.

Í einstaklingskeppni endaði Valgerður síðan í 135. sæti með skorið 531.

Í samtali við sunnlenska.is sagðist Valgerður viljað hafa skotið betur en hún sé samt mjög sátt við reynsluna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Fyrri greinKristín Ragna segir frá sköpunarferli Njálurefilsins
Næsta greinSlökkviliðið kallað að Garðyrkjuskólanum