Valgerður Íslandsmeistari í sveigboga utandyra

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, frá Hæli í Hreppum, vann á dögunum sinn annan Íslandsmeistaratitil í bogfimi, þegar Íslandsmeistaramótið utandyra fór fram á Hamranesvelli í Hafnarfirði.

Valgerður sigraði í keppni á sveigboga kvenna en hún lagði Marín Anítu Hilmarsdóttur, sigurvegara síðustu tveggja ára, í úrslitaleik, 6-0. Þetta er sem fyrr segir annar Íslandsmeistaratitill Valgerðar en hún vann titilinn í sveigboga kvenna innandyra fyrr á árinu.

Á mótinu í Hafnarfirði vann Valgerður einnig Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni kvenna ásamt liðsfélögum sínum úr BF Boganum, þeim Astrid Daxböck og Marín Anítu Hilmarsdóttir.

Fyrri greinGrjóthrun í Landmannalaugum vegna jarðskjálfta
Næsta greinEmelía aftur til Svíþjóðar