Valdís og Dagbjört sigruðu í fimmgangi

Úrslit áhugamanna. Dagbjört Hjaltadóttir á Heklu frá Laugarbökkum úr liði Heklu hnakka ásamt Söndru Líf frá Blue Hors/Dýralækninum Sandhólaferju, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar, Alma Gulla Matthíasdóttir stjórn Suðurlandsdeildar og Ólafur Þórisson formaður Hestamannafélagsins Geysis.

Glæsilegar sýningar voru í þriðju keppni Suðurlandsdeildarinnar 2020 í gærkvöldi, þar sem keppt var í fimmgangi í Rangárhöllinni á Hellu.

Það var lið Byko sem var stigahæsta liðið og er nú í góðri stöðu fyrir lokakeppnina þar sem keppt verður í tölti og skeiði en nóg er þó eftir af stigum í pottinum og allt getur gerst.

Í úrslitum atvinnumanna var það Valdís Björk Guðmundsdóttir á Fjólu frá Eskiholti úr liði Fákasels sem stóð uppi sem sigurvegari eftir góða sýningu og geggjaða skeiðspretti sem hún hlaut frábæra einkunn fyrir. Í úrslitum áhugamanna var það Dagbjört Hjaltadóttir á Heklu frá Laugarbökkum úr liði Heklu hnakka sem sigraði eftir frábæra sýningu.

Úrslit atvinnumanna

SætiKeppandiHeildareinkunn
1Valdís Björk Guðmundsdóttir / Fjóla frá Eskiholti II7,26
2-3Hinrik Bragason / Byr frá Borgarnesi7,12
2-3Herdís Rútsdóttir / Klassík frá Skíðbakka I7,12
4Gústaf Ásgeir Hinriksson / Brynjar frá Bakkakoti7,05
5Sara Sigurbjörnsdóttir / Flóki frá Oddhóli6,90
6Elin Holst / Spurning frá Syðri-Gegnishólum6,62
Úrslit áhugamanna

SætiKeppandiHeildareinkunn
1Dagbjört Hjaltadóttir / Hekla frá Laugarbökkum6,55
2-3Karen Konráðsdóttir / Lind frá Hárlaugsstöðum 26,38
2-3Aasa Ljungberg / Árdís frá Litlalandi6,29
4Svanhildur Hall / Þeyr frá Holtsmúla 16,19
5Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir / Álfrún frá Bakkakoti5,98
6Sævar Örn Sigurvinsson / Esja frá Skíðbakka I5,95
Staðan í liðakeppninni er nú þannig að Byko er í 1. sæti með 219,5 stig, Húsasmiðjan í 2. sæti með 190 stig og lið Krappa og lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs eru jöfn í 3.-4. sæti með 175,5 stig. Úrslitin munu ráðast í Rangárhöllinni þann 17. mars þar sem keppt verður í tölti og skeiði og er það lokakeppni tímabilsins.
Úrslit atvinnumanna. Ljósmynd/Aðsend
Lið Byko var stigahæsta lið kvöldsins. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinKaffi og kökur í Landsbankanum
Næsta greinBein sem kom í veiðarfæri greint með DNA