Vaka vann öruggan sigur

75. íþróttamót Samhygðar og Vöku fór fram á íþróttavellinum við Þjórsárver sunnudaginn 25. ágúst sl í ágætu veðri. Þátttaka var mjög góð og var mótið hið skemmtilegasta.

Vaka sigraði örugglega í stigakeppni mótsins með 184 stig en Samhygð fékk 67 stig.

Stigahæsti karlinn á mótinu var Haraldur Einarsson, Vöku, sem fékk 27 stig en Ingunn H. Bjarkadóttir, Vöku, var stigahæst í kvennaflokki með 29 stig.

Vilhjálmur Pálmason, Samhygð, vann besta afrek karla á mótinu þegar hann sigraði í langstökki. Vilhjálmur stökk 6,02 m sem gefur 715 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Í kvennaflokki vann Halldóra Markúsdóttir, Samhygð, besta afrekið þegar hún hljóp 100m hlaup á 14,9 sek og fékk fyrir það 605 stig.

Fyrri greinRagnarsmótið hefst í kvöld
Næsta greinIngólfur kominn á sinn stað á Bakkanum