Vaka sigraði á starfsíþróttamótinu

Ungmennafélagið Vaka sigraði í stigakeppni héraðsmótsins í starfsíþróttum sem haldið var í Flóaskóla í gær.

Fanney Ólafsdóttir, Vöku, sigraði í spennandi keppni í pönnukökubakstri með 94 stig af 100 mögulegum. Næstar henni komu Helga Baldursdóttir, Umf. Selfoss, með 93 stig og jafnar í 3.-4. Sæti voru Silja Rún Kjartansdóttir, Umf. Samhygð, og Eydís Eiríksdóttir, Umf. Vöku, með 92 stig.

Einnig var keppt í stafsetningu, þar sem sextán keppendur, spreyttu sig á íslenskuverkefni þar lesinn var upp texti og fylla þurfti inn í fimmtíu eyður í textanum. Jón M. Ívarsson, Umf. Samhygð, kláraði verkefnið villulaust og sigraði. Í 2. sæti varð Arndís Fannberg, Íþf. Garpi, með 2 villur og í 3. sæti Guðmundur Karl Sigurdórsson, Knattspyrnufélagi Árborgar, með 5 villur.

Þegar úrslitin voru ljós lá það fyrir að Vaka hafði sigrað í stigakeppni félaganna með 13 stig, Samhygð varð í 2. sæti með 11 stig og Selfoss og Garpur jöfn í 3.-4. Sæti með 5 stig. Þar fyrir neðan voru Knattspyrnufélag Árborgar, Golfklúbburinn Flúðir og Umf. Dagsbrún.

Fyrri greinIngvar Pétur aðstoðar Ragnheiði
Næsta grein„Góður áfangi“