Útrás sigraði Sunnlensku-deildina

Lokaumferðin í Sunnlensku deildinni í knattspyrnu fór fram síðastliðinn laugardag. Liðið Útrás varð utandeildarmeistari á Suðurlandi og tók við bikarnum í Reykholti eftir 1-1, jafntefli við Bleika Pardusinn.

Níu lið voru skráð til leiks í Sunnlensku deildinni í sumar, þar á meðal þrjú lið frá Selfossi, Kompás, Útrás og Sveppís. Eitt lið kom frá Vestmanneyjum sem keppti undir nafninu FC Krabbi en þurftu þeir að skrá sig úr deildinni þegar tímabilið var hálfnað vegna stríðs við aðalstjórn ÍBV vegna vallarmála.

Önnur lið í deildinni eru UMFG úr Hrunamannahreppi og Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Biskup úr Bláskógabyggð, Bleiki Pardusinn frá Grísmsnes-og Grafningahreppi, Bambóleó úr Rangavallassýslu og Strandastrákarnir frá Stokkseyri og Eyrabakka.

Það var orðið ljóst hverjir yrðu meistarar í næst síðustu umferð deildarinnar. Biskup átti þá möguleika á að slást um titilinn við Útrás en töpuðu í Árnesi gegn UMFG, 5-2.

Úrslitaleikurinn í bikarnum á enn eftir að fara fram en þar eigast við Bambóleó og Strandastrákarnir.

Lokastaðan:

1. Útrás 7 5 2 0 21-8 +13 17
2. Strandastrákar 7 5 0 2 53-13 +40 15
3. UMFG 7 5 0 2 24-8 +16 15
4. Biskup 7 4 2 1 49-16 +33 14
5. Kompás 7 3 1 3 23-22 +1 10
6. Bleiki Pardusinn 7 2 1 4 25-22 +3 7
7. Bambóleó 7 1 0 6 23 34 -11 3
8. Sveppís 7 0 0 7 3 98 -95 0