Útlitið svart hjá Árborg

Árborg er í slæmri stöðu eftir fyrri leikinn við Tindastól í 4-liða úrslitum 3. deildar karla. Stólarnir unnu 0-3 á Selfossi.

Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en þegar leið á leikinn féllu Árborgarar aftar á völlinn og Stólarnir gerðu sig líklega. Árni Arnarson kom þeim yfir á 34. mínútu með skallamarki utan úr teig og staðan var 0-1 í hálfleik.

Árborg var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en liðið hélt boltanum vel og reyndi að skapa færi. Þeir fengu svo Tindastól illilega í bakið á sér á lokakaflanum en gestirnir skoruðu tvö mörk á síðasta korterinu eftir að Árborgarvörnin var á hælunum. Árborgarar fengu þó tvö ágæt færi í seinni hálfleik en var fyrirmunað að koma knettinum í netið.

Seinni leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki á miðvikudaginn og þurfa Árborgarar að skora að minnsta kosti þrjú mörk þar til að vinna sér sæti í 2. deild.

Fyrri greinHamarsmenn öruggir uppi
Næsta greinMilljónamiði í Reykholti