Útlitið svart hjá FSu

FSu tapaði stórt í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn í Iðu í Domino's-deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 78-103.

Haukar höfðu frumkvæðið allan leikinn. Þeir leiddu í leikhléi, 40-54, og juku svo forskot sitt jafnt og þétt allan seinni hálfleikinn.

Eftir sextándu umferðina er FSu ekki í góðum málum í 11. sæti deildarinnar, með 6 stig. Þar fyrir ofan er ÍR með 10 stig og betri stöðu innbyrðis.

Tölfræði FSu: Hlynur Hreinsson 21 stig/4 fráköst (18 í framlag), Christopher Woods 19 stig/9 fráköst, Cristopher Caird 17 stig/8 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 10 stig, Haukur Hreinsson 4 stig, Arnþór Tryggvason 3 stig/4 fráköst, Þórarinn Friðriksson 2 stig, Bjarni Geir Gunnarsson 2 stig.

Fyrri greinBrúðkaup í Aratungu
Næsta greinMílan náði í stig – Selfoss vann stórsigur