Úthlutað úr afreks- og styrktarsjóði

Fjórar umsóknir bárust afreks- og styrktarsjóði Sveitarfélagsins Ölfuss og voru þeir afgreiddir á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar í vikunni.

Frjálsíþróttadeild Umf. Þórs fékk hæsta styrkinn, 165 þúsund krónur vegna ellefu keppenda sem eru á leið á Gautaborgarleikana í Svíþjóð 27.-29. júní næstkomandi.

Þá fékk Knattspyrufélagið Ægir 105 þúsund króna styrk fyrir sjö keppendur 3. flokks karla sem eru að fara til Gautaborgar í Svíþjóð á Gothia Cup dagana 11.-20. júlí.

Þá fengu Eva Lind Elíasdóttir og Sigrún Elfa Ágústsdóttir báðar 15 þúsund króna styrk vegna æfingaferða. Eva Lind fer með kvennaliði Selfoss í knattspyrnu til Spánar í næstu viku en Sigrún Elfa fer í Eurocamp æfingabúðir í körfubolta á Englandi í sumar.