Utandeildarliðið sló Árborg út

Utandeildarlið Glímufélagsins Ármanns sló lið Knattspyrnufélags Árborgar út úr Borgunarbikarnum í knattspyrnu í kvöld með 1-3 sigri á Selfossvelli.

Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks en Hafþór Ragnarsson minnkaði muninn fyrir Árborg í 1-2 á 19. mínútu með glæsilegu skoti utan vítateigs.

Árborgarar voru sterkari í síðari hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Gestirnir bættu við marki úr snarpri sókn um miðjan seinni hálfleik og þar við sat þrátt fyrir þunga sókn Árborgar undir lokin.

Fyrri greinBarnadagskrá og hljóðfærasmiðja í Bókakaffinu
Næsta greinAfgangur af rekstri sveitarsjóðs