Um helgina fóru fram Smábæjaleikarnir í knattspyrnu og var mótið haldið á Blönduósi. Ungmennafélögin í V-Skaftafellssýslu sendu tvö lið til leiks undir merkjum USVS, eitt í 5. flokki og eitt í 6. flokki.
Þrettán leikmenn frá USVS voru skráði til leiks og áttu þeir þar flestir sameiginlegt að vera spila á sínu fyrsta fótboltamóti og ríkti því mikil spenna fyrir þessari ferð á Blönduós. A
llir keppendurnir kynntust því að sigra, gera jafntefli og að tapa. Sjötti flokkur USVS endaði í 3. sæti af tólf liðum í „ensku deildinni“ og í 5. flokki endaði lið USVS í 7. sæti af níu liðum.
Frábært veður var um helgina á meðan mótinu stóð og héldu allir skínandi glaðir en þreyttir heim á leið eftir frábæra daga á Blönduósi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá glæsilega fulltrúa USVS ásamt þjálfara sínum.