Úrslitin réðust í 1. leikhluta

Franck Kamgain. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrstu deildar lið Hamars er úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta eftir stórt tap gegn úrvalsdeildarliði Tindastóls á Sauðárkóki í 16-liða úrslitum í kvöld, 125-66.

Úrslitin réðust í 1. leikhluta þar sem Hamarsmenn skoruðu aðeins 5 stig gegn 42 stigum Tindastóls. Staðan í hálfleik var 70-24.

Lúkas Aron Stefánsson var stigahæstur hjá Hamri með 15 stig, Birkir Máni Daðason skoraði 14 og Atli Rafn Róbertsson var framlagshæstur með 12 stig og 8 fráköst.

Tindastóll-Hamar 125-66 (42-5, 28-19, 30-32, 25-10)
Tölfræði Hamars: Lúkas Aron Stefánsson 15/6 fráköst, Birkir Máni Daðason 14, Atli Rafn Róbertsson 12/8 fráköst, Franck Kamgain 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Peters 8/12 fráköst, Kristófer Kató Kristófersson 4/4 fráköst, Jens Klostergaard 3.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinHelgi Valberg verður ritari þjóðaröryggisráðs