Úrslitin ráðast í oddaleik

Kinu Rochford í leik með Þór síðasta vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann frábæran sigur á Tindastól í fjórðu viðureign liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi.

Eftir að hafa lent 0-2 undir hafa Þórsarar nú unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið, 2-2. Úrslitin munu ráðast í oddaleik á Sauðárkróki á mánudagskvöld.

Leikurinn í gærkvöldi var nokkuð jafn lengi framanaf. Staðan var 42-42 í leikhléi og áfram bitust liðin fram í 3. leikhluta en undir lok hans skoruðu Þórsarar tíu stig í röð og juku forskotið í 71-58. Tindastóll nálgaðist aftur í 4. leikhluta og náði að minnka muninn niður í þrjú stig en Þórsarar voru sterkir á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn, 92-83.

Tölfræði Þórs: Kinu Rochford 29/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 21/4 fráköst, Nikolas Tomsick 18/6 fráköst/11 stoðsendingar, Jaka Brodnik 10/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 10/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1/5 fráköst.

Fyrri greinHamar tryggði sér oddaleik
Næsta greinÁrborg og Hamar sigruðu grannaslagina