Úrslitin ráðast í kvöld

Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Selfoss eða Þróttur sem vinnur sér sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu að ári. Liðin mætast á Valbjarnarvelli í Laugardal kl. 17:30.

Fyrri leikur liðanna fór fram á Selfossi á laugardag og þar skildu liðin jöfn, 1-1. Það er ljóst að leikurinn í kvöld verður spennandi en bæði lið hafa sýnt góð tilþrif í sumar og gera fullt tilkall til sæti í efstu deild.

Selfyssingar nær og fjær eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar í baráttunni.