Úrslitin ráðast í kvöld

Í kvöld kemur í ljós hvort það verða Hamar eða Stjarnan sem komast upp úr 1. deild kvenna í körfubolta. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik kl. 19:15 í Hveragerði.

Tvo sigra þarf í einvíginu til að tryggja sér sæti í Domino’s-deildinni. Hamar vann fyrsta leikinn 75-60 í Hveragerði en fékk svo skell í Garðabæ í leik tvö, 61-45. Leikir þessa liða í vetur hafa verið skemmtilegir og verður þessi leikur eflaust líka mikil skemmtun.

Arionbanki ætlar að bjóða öllum frítt á leikinn þannig að það má búast við fjölmenni og góðri stemmningu á áhorfendabekkjunum.

Sem fyrr segir hefst leikurinn kl. 19:15 og verður í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.

Fyrri greinSundlaugin í Hveragerði lokuð
Næsta greinGeoTækni bauð lægst í malbikun