Úrslitin ráðast hjá Árborg

Seinni leikur Árborgar og Tindastóls í 4-liða úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu fer fram á Sauðárkróki kl. 17:30 í dag.

Tindastóll stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn með 3-0 forskot sem Árborgarar verða að vinna upp ætli þeir sér sæti í 2. deild að ári.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Suðurland FM 96,3 og á netinu á www.963.is. Útsendingin er í boði Bónus Selfossi.

Fyrri greinVilja styrkja vatnsforðann
Næsta greinSvekkjandi sigur hjá Árborg