Úrslitin í Brúarhlaupinu

Róbert Gunnarsson og Margrét Elíasdóttir sigruðu í hálfmaraþoni í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fór í gær. Tæplega 400 þátttakendur hlupu og hjóluðu í Brúarhlaupinu.

Teitur Örn Einarsson og Helga Margrét Óskarsdóttir komu fyrst í mark í 2,5 km hlaupi og Steinn Jóhannsson og Sigurlín Birgisdóttir sigruðu í 5 km hlaupi.

Í 10 km hlaupinu komu Guðni Páll Pálsson og Eva Ólafsdóttir fyrst í mark og í 5 km hjólreiðum sigruðu Þórir Erlingsson og Ásdís Ágústsdóttir.

Öll úrslit í hlaupinu má finna á hlaup.is

Fyrri greinEinar Guðni bestur hjá Árborg
Næsta greinFæreyjaviðskiptum lokið en stór sala til Austfjarða