Úrslitaleikur hjá stelpunum

Selfossstelpurnar í 3. flokki kvenna hafa verið að gera góða hluti í sumar og í dag leika þær til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Selfoss komst í úrslit eftir góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum. Andstæðingurinn í dag er Valur sem lagði Grindavík 12-0 í undanúrslitum.

Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigmarsson og í hópnum eru nokkir leikmenn sem fengið hafa að spreyta sig með meistaraflokki kvenna í sumar.