Úrslit dagsins: Hamar og KFR með sigra – Selfoss gerði jafntefli

Leikjum dagsins er lokið í 1., 2. og 3. deild karla í knattspyrnu Hamar og KFR unnu góða útisigra en Selfoss gerði jafntefli á Húsavík.

Selfyssingar gerðu 0-0 jafntefli við botnlið Völsungs á Húsavík og sitja nú í 6. sæti 1. deildarinnar með 7 stig.

Í 2. deildinni gerðu Hvergerðingar góða ferð á Egilsstaði þar sem þeir lögðu Hött, 0-1. Leikurinn var markalaus lengst af en þremur mínútum fyrir leikslok tryggði Óskar Smári Haraldsson Hamri öll stigin sem í boði voru. Hamar lyfti sér upp í 9. sæti deildarinnar með 6 stig.

KFR sótti Grundarfjörð heim í 3. deildinni og komust Rangæingar yfir strax á 5. mínútu með marki frá Reyni Björgvinssyni. Heimamenn jöfnuðu fimm mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Hjalti Kristinsson tryggði KFR síðan sigurinn með marki í upphafi síðari hálfleiks. KFR situr nú í 6. sæti 3. deildarinnar með 6 stig.

Fyrri greinÍþróttahátíð í Þorlákshöfn í dag
Næsta greinHéraðsskólinn fær nýtt hlutverk