Uppsveitir úr leik í neðrideilda bikarnum

Byrjunarlið Uppsveita í dag. Ljósmynd/Uppsveitir

Uppsveitir eru úr leik í Fótbolti.net bikarnum, bikarkeppni neðri deilda liða, eftir tap gegn Hetti/Huginn í 32-liða úrslitum á Flúðavelli í dag.

Gestirnir að austan mættu ákveðnir til leiks og komist yfir strax á 6. mínútu. Þeir bættu svo við góðu aukaspyrnumarki á 33. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik.

Eftir góðan hálfleiksfund mættu Uppsveitamenn í vígahug inn í seinni hálfleikinn en fengu á sig slysalegt mark á 58. mínútu þegar hreinsun frá marki hrökk af sóknarmanni Hattar/Hugins í netið. Gestirnir innsigluðu svo 0-4 sigur með glæsilegu aukaspyrnumarki á 68. mínútu og þar við sat.

Dregið verður í 16-liða úrslitin í fyrramálið og þar verður Árborg í pottinum ásamt KFA, Haukum, KFK, Hetti/Huginn, Magna, Augnabliki, Víkingi Ó, Hvíta riddaranum, Kára, Ými, Kára, KFG, ÍH, Völsungi og Elliði.

Fyrri grein„Alltaf með eitthvað nýtt“
Næsta greinHéðan í frá liggur leiðin upp á við