Uppsveitir heimsóttu Létti í 5. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Heimamenn unnu öruggan sigur í níu marka leik.
Uppsveitamönnum varð ekkert ágengt í fyrri hálfleik á meðan Léttir skoraði fjögur mörk og staðan var 4-0 í leikhléi.
Jose Martinez minnkaði muninn þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og mörkin komu á færibandi eftir það. Léttir komst í 5-1 á 72. mínútu en Alfonso Porras breytti stöðunni í 5-2 sex mínútum síðar. Léttismenn juku forskotið í 6-2 strax í næstu sókn en Uppsveitir áttu lokaorðið og Porras skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartímanum, lokatölur 6-3.
Uppsveitir eru í 6. sæti A-riðilsins með 13 stig en Léttir er í 4. sætinu með 17 stig. Þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni og stefnir allt í að Álafoss og Skallagrímur fari í úrslitakeppnina.
