Uppsveitir sóttu stig í Borgarfjörðinn

Pétur Geir Ómarsson skoraði mark Uppsveita. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir heimsóttu Skallagrím í 4. deild karla í knattspyrnu í dag í Borgarnes. Leikurinn var jafn og spennandi og lauk með 1-1 jafntefli.

Pétur Geir Ómarsson kom Uppsveitum yfir með þrumuskoti utan teigs á 25 mínútu leiksins og var það eina mark fyrri hálfleiks. Heimamenn svöruðu fyrir sig í upphafi seinni hálfleiks og jöfnuðu þá metin en hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum.

Uppsveitir eru með 8 stig í 5. sæti B-riðilsins en Skallagrímur er í 4. sætinu með 11 stig.

Fyrri greinListi Framsóknarflokksins samþykktur
Næsta greinTokic með þrennu gegn gömlu félögunum