Uppsveitir náðu í stig – Ægir tapaði

Tómas Ingvi Hassing, hér í búningi Árborgar, skoraði fyrir Uppsveitir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir gerðu jafntefli við Hvíta riddarann í deildarbikar karla í knattspyrnu í dag, en Ægir tapaði gegn KFS.

Uppsveitir mættu Hvíta riddaranum að Varmá í Mosfellsbæ og þar var fyrri hálfleikurinn markalaus. Heimamenn komust yfir strax í upphafi seinni hálfleiks en á 77. mínútu jafnaði Tómas Ingvi Hassing metin fyrir Uppsveitir og 1-1 urðu lokatölur leiksins.

Á Selfossi mættust KFS og Ægir og var leikurinn markalaus allt fram á 81. mínútu að Eyjamenn skoruðu eina mark leiksins, lokatölur 1-0.

Uppsveitir eru í 3. sæti í riðli 3 í C-deildinni með 4 stig en Ægir er í botnsæti riðils 1 í B-deildinni og hefur ekki unnið leik.

Fyrri greinAllt í skrúfuna í seinni hálfleik
Næsta greinÓtrúlegur lokakafli tryggði Hamri-Þór framlengingu og sigur