Uppsveitir enn án stiga

Quico Vano tókst ekki að skora gegn sínum gömlu félögum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Róðurinn heldur áfram að þyngjast hjá Uppsveitum í 4. deild karla í knattspyrnu. Liðið tók á móti Tindastóli á Flúðum í dag.

Gestirnir frá Sauðárkróki voru líklegri í fyrri hálfleiknum, án þess þó að skapa sér mikið af færum. Á 22. mínútu skoraði David Toro glæsilegt mark fyrir Tindastól, sláin inn af löngu færi. Þetta reyndist sigurmark leiksins.

Uppsveitir voru sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en heimamönnum voru mislagðir fætur upp við mark Tindastóls. Lokatölur á Flúðum urðu því 0-1.

Uppsveitir eru áfram á botni deildarinnar án stiga en Tindastóll lyfti sér upp í 4. sætið með sigrinum með 17 stig.

Fyrri greinKaflaskiptir hálfleikar að Hrafnagili
Næsta greinHeilsubót á Stokkseyri gerð að engu