Uppsveitir byrja á sigri – Ægir tapaði

Máni Snær Benediktsson skoraði tvö mörk fyrir Uppsveitir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir unnu góðan sigur á Ými í fyrsta leik sínum í deildarbikar karla í knattspyrnu í dag. Á sama tíma tapaði Ægir gegn Þrótti Vogum.

Uppsveitir mættu Ými á gervigrasvellinum við Kórinn í Kópavogi. Þar kom Víkingur Freyr Erlingsson Uppsveitum yfir á 36. mínútu en þremur mínútum síðar jöfnuðu Ýmismenn leikinn og staðan var 1-1 í hálfleik.

Benedikt Fadel Farag kom Uppsveitum aftur yfir á 67. mínútu og Máni Snær Benediktsson innsiglaði svo 1-3 sigur þeirra á lokamínútu leiksins.

Uppsveitir hafa 3 stig í 3. sæti riðils 3 í C-deildinni.

Í B-deildinni heimsótti Ægir Þrótt Vogum á Leiknisvöllinn í Breiðholti. Þróttarar voru mun sterkari í leiknum og komust í 3-0 í fyrri hálfleik. Arilíus Óskarsson minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en Þróttarar áttu lokaorðið og fjórða mark þeirra leit dagsins ljós á 76. mínútu.

Lokatölur 4-1 og Ægir er í botnsæti riðils 1 í B-deildinni, án stiga eftir þrjá leiki.

Fyrri greinTokic afgreiddi Stjörnuna
Næsta greinSkjálftinn auglýsir eftir verðlaunagrip